Mál 04/2009

Tag: : 

Ár álits: 

2009

Númer álits: 

04

Um var að ræða tímabundinn leigusamning til eins árs. Leigjandi sagðist hafa orðið fyrir töluverðum óþægindum vegna viðgerða og viðhaldsvinnu sem unnin var af leigusala og mönnum á hans vegum. Einnig hélt leigjandi því fram að leigusali og iðnaðarmenn á hans vegum hefðu farið inn í leiguhúsnæðið án leyfis leigjanda. Þar sem ekki er gert ráð fyrir munnlegri sönnunarfærslu fyrir kærunefndinni tók nefndin afstöðu miðað við fyrirliggjandi gögn. Leigjandinn sagði leigunni upp með þriggja mánaða fyrirvara á leigutímanum en kærunefndin taldi það ekki heimilt þar sem um tímabundinn samning var að ræða og einnig taldi kærunefndin að leigjandi hefði ekki sannað að leigusali hefði valdið honum slíkum óþægindum að afnotum eða heimilisfriði hefði verið raskað þannig að rifta hefði mátt samningnum.

Mál 4/2009