Mál 04/2010

Tag: : 

Ár álits: 

2010

Númer álits: 

04

Um var að ræða leigusamning sem var upphaflega tímabundinn til sex mánaða en varð eftir það ótímabundinn. Leigjandi sagði upp samningnum með þriggja mánaða fyrirvara. Við það hætti leigusali að veita afslátt af leigunni eins og hafði verið gert fram að því. Þar sem leigugreiðslur án afsláttar voru í samræmi við þá leigufjárhæð sem samið hafði verið um taldi nefndin leigusala heimilt að hætta að veita afslátt af leigunni við uppsögn, en ekki var sýnt fram á að einhverjir annmarkar væru á húsnæðinu. Jafnframt byggði nefndin á því að uppsagnarfrestur ótímabundins samnings væri sex mánuðir en ekki þrír. Því var niðurstaðan sú að leigjandi væri bundinn við samninginn til 1. júní en ekki 1. mars eins og hann hélt fram, auk þess sem hann ætti ekki rétt á afslætti af leigugreiðslum.

Mál 4/2010