Mál 04/2011

Tag: : 

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

04

Um var að ræða tímabundinn leigusamning frá 18. júní 2010 til 31. maí 2012. Hinn 24. nóvember 2010 fékk leigusali hins vegar tilkynningu frá leigjendum með sms-skilaboðum um að þeir væru fluttir úr eigninni og voru lyklar afhentir hinn 5. desember. Stuttu síðar greiddu leigjendur 50.000 kr. upp í leigu desembermánaðar en engar frekari greiðslur voru inntar af hendi. Leigusali fékk nýjan leigjanda frá 1. janúar 2011 til eins árs en þurfti að lækka leiguna um 25.000 kr. á mánuði. Í málinu krafðist leigusali þess að leigjendur greiddu leigu fyrir allan desembermánuð, og auk þess mismuninn á samningunum tveimur, þ.e. 25.000 kr. vegna hvers mánaðar sem eftir væri af samningnum. Leigjendur héldu því hins vegar fram að eignin hefði verið í sölumeðferð, og að samkomulag hefði verið um að þau rýmdu eignina í byrjun desember til að greiða fyrir afhendingu eignarinnar. Síðar hafi leigusali haft samband og sagt að ekkert yrði af sölunni, en þá hefðu leigjendurnir þegar tryggt sér aðra íbúð. Leigusali vildi hins vegar meina að aldrei hefði komið kauptilboð í eignina og auk þess hefði ekkert skriflegt farið á milli aðila um uppsögn á samningi og því væri ekkert samkomulag um slíkt til staðar. Nefndin taldi ekki sannað að samkomulag hefði tekist um uppsögn leigunnar, enda væri ágreiningur með aðilum um staðreyndir málsins, og því bæri leigjendunum að greiða leigusala leigu út leigutímann, að frádregnum þeim leigutekjum sem leigusali hefði af nýjum leigusamningi.

Mál 4/2011