Mál 04/2012

Tag: : 

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

04

Leigusali leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigutaka yrði gert að greiða bætur vegna skemmda á húsnæðinu. Jafnframt krafðist hann þess að viðurkennt væri að hann hefði mátt ráðstafa tryggingu (sem nam þriggja mánaða leigu) upp í vangoldna húsaleigu. Leigjandi flutti úr eigninni þegar tíu mánuðir voru eftir af samningi aðila en hafði þá búið þar í rúm tvö ár. Eftir að leigjandi var fluttur út hefði leiguhúsnæðið verið í óíbúðarhæfu ástandi vegna sveppa og myglu og krafðist leigusali þess að leigjandi kæmi eigninni aftur í sama horf og hún var við upphaf leigutíma. Krafðist leigusali því bóta að upphæð tæplega 400.000 kr. Leigutakinn taldi hins vegar að eignin hefði verið ótæk til leigu og að rakaskemmdir hefðu komið til vegna ástands eignarinnar en ekki slæmrar umgengni. Þar sem aðila greindi verulega á um það hvað hafði gerst, og leigusali þótti ekki hafa sannað nægilega að skemmdirnar væru tilkomnar vegna umgengni leigjandans taldi nefndin sér ekki fært að taka afstöðu til þessa og var kröfum leigusalans því hafnað. Hins vegar taldi nefndin, þar sem ósannað var að leigutakinn hefði nokkru sinni kvartað yfir ástandi húsnæðisins að skilyrði riftunar hefðu ekki verið fyrir hendi. Þar sem riftunin hefði því verið ólögmæt var fallist á að leigusali hefði mátt ráðstafa tryggingunni upp í leigu, en ekki hafði tekist að leigja húsnæðið út að nýju.

Mál 4/2012