Mál 05/2008

Tag: : 

Ár álits: 

2008

Númer álits: 

05

Leigusali leitaði til nefndarinnar vegna ágreinings um leigugreiðslur. Samið hafði verið um að leigan skyldi vera 58.000 kr. og þar af væri greiðsla fyrir bein leiguafnot 55.000, en 3.000 kr. væru tilkomnar vegna hita, hússjóðs, vatns og annars rekstrarkostnaðar. Þá hefði að sögn leigusala jafnframt verið samið um að leigjandi greiddi rafmagnsreikning sérstaklega. Það hefði leigjandinn gert en hins vegar hefði hann aðeins greitt leigusala 55.000, en ekki 58.000 kr., á mánuði. Kærunefndin féllst á það með leigusala að leigutaka bæri að greiða heildarupphæðina, eða 58.000 kr. og þar að auki rafmagnsreikninga vegna eigin rafmagnsnotkunar. Jafnframt taldi nefndin að leigjanda bæri að greiða leiguna með innheimtuseðli frá banka, fremur en beint inn á reikning leigusala, enda fælist ekki aukakostnaður né óhagræði fyrir leigutaka í slíkri tilhögun.
Mál 5/2008