Mál 05/2009

Tag: : 

Ár álits: 

2009

Númer álits: 

05

Ágreiningur var á milli aðila um kostnað sem leigjandi var krafinn um eftir skil íbúðar. Leigusali krafði leigjanda um kostnað vegna úttektar, málunar, þrifa, bónun gólfa auk kostnað fyrir perur og lykla. Kærunefndin taldi að leigusala væri ekki heimilt að krefja leigjanda um kostnað vegna málunar þar slíkt væri í höndum leigusala skv. 19. gr. húsaleigulaga og ekkert hefði komið fram um að mála þyrfti íbúðina vegna atriða sem leigjanda yrði kennt um. Einnig átti kostnaður vegna úttektar að skiptast til helminga milli aðila. Kærunefndin hafnaði hins vegar kröfu leigjanda um lækkun leigunnar enda var ekki ákvæði um lækkun leigunnar í leigusamningi en leigusali hafði af eigin frumkvæði lækkað leigu annarra leigjenda en þar sem leigjandinn í málinu hafði sagt upp leigunni var leigusala ekki talið skylt að lækka leiguna.

Mál 5/2009