Mál 05/2011

Tag: : 

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

05

Um var að ræða ótímabundinn leigusamning og skyldi leigan breytast með tilliti til vísitölu. Talsverður hluti leigunnar var í vanskilum, en leigjendur héldu því fram að þeim bæri bara að greiða hluta skuldarinnar þar sem ástandi eignarinnar hefði verið afar ábótavant. Nefndin féllst á að leigjendur skyldu greiða vangoldna leigu að fullu, enda varð ekki ráðið af gögnum málsins að þeir hefðu kvartað vegna ástands húsnæðisins á leigutímanum, og því gætu þeir ekki krafist hlutfallslegar lækkunar. Hins vegar var kröfu leigusala um kostnað vegna þrifa hafnað þar eð engin úttekt hafði farið fram á húsnæði við upphaf eða lok leigusamnings.

Mál 5/2011