Mál 06/2009

Tag: : 

Ár álits: 

2009

Númer álits: 

06

Gerður var tímabundinn leigusamningur til 15 mánaða. Leigjendur lögðu fram tryggingavíxil við upphaf leigutíma. Vegna fjárhagserfiðleika fluttu leigjendur út úr leiguhúsnæðinu rúmum mánuði áður en samningnum átti að ljúka og töldu sér ekki skylt að greiða leigu síðustu tvo mánuði samningstímans. Í málinu lágu fyrir reikningsyfirlit beggja aðila sem bar saman um leigugreiðslurnar fyrir utan eina greiðslu sem leigjendur héldu fram að greidd hefði verið í peningum, en leigusali mótmælti því. Kærunefndin taldi ekki sannað að sú greiðsla hefði verið móttekin af leigusala og taldi því að leigjendur hafi skuldað leigusala greiðslur fyrir þann mánuð, auk þess sem kærunefndin taldi að leigjendum bæri að greiða leigu fyrir tvo síðustu mánuði leigutímans. Bæri leigusala því ekki skylda til að skila tryggingavíxli meðan skuld leigjenda væri ógreidd.

Mál 6/2009