Mál 07/2008

Tag: : 

Ár álits: 

2008

Númer álits: 

07

Leigjendur kröfðust þess að ráðist yrði í frágang á lóð og bílskúr leiguhúsnæðisins en auk þess að leiga yrði lækkuð frá upphafi leigutíma og fram að lagfæringum. Nefndin hafnaði öllum kröfum leigjenda á grundvelli þess að þeir hefðu ekki borið sig rétt að við kvartanir vegna ástands húsnæðisins. Þannig lægi ekkert fyrir um það hvort leigjendur hefðu kvartað skriflega innan mánaðar frá afhendingu. Auk þess væri skýrt fjallað um það í húsaleigulögum hvernig fara skyldi með kröfur leigjenda af þessu tagi.

Mál 7/2008