Mál 07/2009

Tag: : 

Ár álits: 

2009

Númer álits: 

07

Leigjandi gerði tímabundinn samning til tveggja ára frá 15. ágúst 2008. Þegar fimm mánuðir voru liðnir af samningnum sagði hún honum upp með þriggja mánaða fyrirvara með vísan til breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu, en áður hafði leigusali fallist á að bíða tímabundið með vísitöluhækkanir, en leigan var samkvæmt samningi bundin byggingarvísitölu. Kærunefndin byggði á því að leigjandanum hefði verið óheimilt að segja samningnum upp á samningstímanum. Þá taldi nefndin ekki efni til að víkja samningnum til hliðar með vísan til ákvæða samningalaga. Væri leigjandinn því bundinn við gerðan samning.

Mál 7/2009