Mál 08/2008

Tag: : 

Ár álits: 

2008

Númer álits: 

08

Deilt var um hvort leigusala bæri að skila tryggingarfé en hann hélt því fram að leigjandi hefði valdið skemmdum á parketi íbúðarinnar. Leigjandinn byggði á því að formleg úttekt hefði ekki farið fram á húsnæðinu við upphaf né lok leigutíma og því gæti leigusali ekki haldið eftir tryggingarfénu. Nefndin taldi þó að þau gögn sem lágu fyrir um ástand parketsins (yfirlýsingar vitna o.s.frv.), auk þess sem leigjandi hafði ekki mótmælt því sérstaklega að parketskemmdir væru af hans völdum, nægðu til að sýna fram á ástand parketsins þrátt fyrir að úttektar í samræmi við lögin hefði ekki verið aflað. Það var því niðurstaða nefndarinnar að leigusala væri ekki skylt að skila tryggingarfénu.

Mál 8/2008