Mál 08/2009

Tag: : 

Ár álits: 

2009

Númer álits: 

08

Um var að ræða tímabundinn samning til eins árs. Þegar u.þ.b. mánuður var liðinn af leigutímanum tilkynnti leigjandi að hann væri að flytja út þar sem læki úr svefnherbergislofti. Í kjölfarið hafði leigusali samband við íbúa á hæðinni fyrir ofan sem komu í veg fyrir lekann. Jafnframt bauð leigusali afslátt af leigunni vegna þeirra óþæginda sem hlutust af. Þegar viðgerðum var lokið var leigjandinn þó fluttur út og neitaði að borga frekari leigu, þrátt fyrir að leigusali gæfi honum kost á að losna undna samningnum gegn greiðslu tveggja mánaða leigu (almennt er ekki hægt að segja tímabundnum leigusamningi upp). Það var álit nefndarinnar að leigjanda bæri að greiða leigu í tvo mánuði samkvæmt kröfu leigusala.

Mál 8/2009