Mál 08/2010

Tag: : 

Ár álits: 

2010

Númer álits: 

08

Gerður var tímabundinn samningur sem gilda átti í tvö ár frá 15. nóvember 2009. Í ljós kom að húsnæðið var í uppboðsmeðferð. Leigjendurnir hættu að greiða leigu á grundvelli þess að ekki væri tryggt að þeir gætu búið áfram í húsnæðinu. Í kjölfarið sendi leigusali þeim bréf um að hún hefði rétt á að krefjast útburðar vegna vangreiddrar leigu. Leigjendurnir kröfðust þess fyrir nefndinni að þetta bréf frá leigusala væri túlkað sem uppsögn leigusamnings. Nefndin féllst ekki á að í þessu bréfi fælist uppsögn og væru leigjendurnir því bundnir við samninginn.

Mál 8/2010