Mál 09/2008

Tag: : 

Ár álits: 

2008

Númer álits: 

09

Gerður var ótímabundinn samningur sem leigusali sagði upp þar sem leigjendur vildu ekki sætta sig við hækkun leigunnar. Uppsagnarfrestur ótímabundins samnings er 6 mánuðir en samkomulag varð milli aðila um að leigjendur flyttu fyrr út enda fengi leigusali nýja leigjendur. Nýir leigjendur fengust þó ekki fyrr en mánuði eftir að leigjendur höfðu flutt út og taldi kærunefndin að leigjendum bæri að greiða leigu fyrir þann mánuð. Kostnað vegna lagfæringa á íbúðinni var hafnað þar sem hvorki fór fram úttekt við afhendingu né við skil íbúðarinnar. Kærunefndin féllst á kröfu leigusala um kostnað vegna sílenderskipta þar sem ekki lá fyrir að leigjendur hefðu skilað lyklum að íbúðinni. Einnig féllst kærunefndin á að leigjendur greiddu hitaveitukostnað á leigutímanum.

Mál 9/2008