Mál 09/2012

Tag: : 

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

09

Aðilar gerðu munnlegan (ótímabundinn) leigusamning í október 2011. Í lok febrúar 2012 sagði leigjandi leigunni upp með sms-skeyti og bauðst til þess að greiða leigu fyrir marsmánuð eða finna nýjan leigjanda. Leigusalinn samþykkti það þrátt fyrir að í raun væri sex mánaða uppsagnarfrestur á samningnum. Leigjandinn fann svo tvo nýja leigjendur en svo fór að hvorugur þeirra tók við eigninni. Deilt var um hvort nýju leigjendurnir hefðu hætt við vegna atvika sem vörðuðu leigusala, þ.e. óviðundandi ástand íbúðarinnar, það að leigusali treysti sér ekki til að gera langtímasamning o.s.frv., eða vegna þess að leigjandinn hefði skilið við íbúðina í slæmu ástandi. Þar sem aðilar voru ósammála um það hvað hefði í raun gerst treysti nefndin sér ekki til að afgreiða málið á þeim grundvelli heldur leit til samkomulags aðila og þess að nýr leigjandi hefði ekki fundist að íbúðinni. Var leigjandanum því gert að greiða leigu fyrir marsmánuð.

Mál 9/2012