Mál 10/2008

Tag: : 

Ár álits: 

2008

Númer álits: 

10

Um var að ræða tímabundinn leigusamning frá 15. júní 2008 til 1. september 2009. Hinn 28. júní 2008 tilkynntu leigjendur hins vegar að þeir segðu húsnæðinu upp frá 1. september 2008. Þeir greiddu svo ekki leigu vegna júlí- og ágústmánaðar en áður höfðu þeir lagt fram tryggingu sem nam þriggja mánaða leigugreiðslu. Eftir stóð þá trygging sem samsvaraði leigugreiðslu vegna eins mánaðar og neitaði leigusali að endurgreiða hana, þar eð uppsagnarfrestur skyldi vera þrír mánuðir. Allir samningar milli aðila voru munnlegir en ekki skriflegir. Nefndin mat það svo að þar eð leigusali hafði leigt nýjum aðila íbúðina frá 1. september 2008 hefði hann þó fallist á að uppsögnin tæki gildi frá þeim tíma. Ekki var um það deilt að leigjendur hefðu greitt leigu allt til þess tíma er þeir fluttu út. Það var því álit nefndarinnar að leigusala bæri að endurgreiða leigjendum tryggingarféð.

Mál 10/2008