Mál 10/2010

Tag: : 

Ár álits: 

2010

Númer álits: 

10

Tímabundinn leigusamningur milli aðila rann út hinn 9. september 2010. Leigjendur bjuggu þó áfram í eigninni til loka septembermánaðar en gerður hafði verið samningur milli aðila um áframhaldandi leigu í einn mánuð frá samningslokum. Aðilum bar svo ekki saman um hvort nýr samningur væri kominn á og hélt leigusali því fram að svo væri og að því gilti þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Nefndin taldi ekki sannað að nýr samningur með þriggja mánaða uppsagnarfresti væri kominn á. Þá tók nefndin einnig fram að leigusali gæti krafist þess að leigusamningur framlengdist ótímabundið héldi leigjandi áfram að hagnýta hið leigða í tvo mánuði frá lokum samnings. Í þessu tilviki hefði aðeins liðið einn mánuður og því ætti sú regla ekki við. Því hefði leigjendum verið heimilt að yfirgefa íbúðina þegar þeir gerðu og yrði ekki gert að greiða frekari leigu enda hefðu aðeins náðst samningar um eins mánaðar leigu eftir að upphaflegum leigutíma lauk.

Mál 10/2010