Mál 11/2007

Tag: : 

Ár álits: 

2007

Númer álits: 

11

Aðilar gerðu með sér tímabundinn samning frá 1. mars 2006 til 1. mars 2007. Hins vegar komu aðilar sér saman um að leigjendur flyttu úr 1. október 2006. Í kjölfarið var gerð úttekt á húsnæðinu en leigjendur eða fulltrúar þeirra voru ekki viðstaddir þá úttekt.  Í kjölfarið lýsti leigusali kröfu á hendur leigjendum vegna skemmda á húsnæðinu og greiðsluáskorun vegna tryggingarvíxils var birt leigjendum 28. febrúar 2007. Nefndin byggði á því að þar sem leigusali hefði ekki haft uppi bótakröfu innan tveggja mánaða frá skilum húsnæðisins væri bótaréttur fallinn niður. Það var því álit nefndarinnar að leigusala bæri að skila tryggingarvíxlinum.

Mál 11/2007