Mál 11/2008

Tag: : 

Ár álits: 

2008

Númer álits: 

11

Í málinu gerðu aðilar með sér leigusamning sem var tímabundinn fyrstu sex mánuði leigutímans en myndi síðan breytast í ótímabundinn samning. Leigjandi bjó í húsnæðinu í 3 ár og sjö mánuði. Að sögn leigjanda hafði samist við fyrri eiganda um þriggja mánaða uppsagnarfrest, en slíkt kom þó ekki fram í leigusamningi. Kærunefndin taldi að uppsagnarfrestur ætti að vera sex mánuðir þar sem um ótímabundinn samning var að ræða. Einnig bæri skuld leigjanda við leigusala dráttarvexti, en leigjandi skuldaði leigusala tveggja mánaða leigu vegna þess tíma sem eftir stóð af uppsagnarfrestinum. Leigusali krafði leigjanda einnig um skaðabætur vegna skemmda á húsnæðinu en þar sem hvorki fór fram úttekt við afhendingu né við skil, hafnaði kærunefndin skaðabótakröfu leigusala.

Mál 11/2008