Mál 11/2011

Tag: : 

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

11

Leigjandi taldi sig hafa ofgreitt í hússjóð frá upphafi leigutíma. Í leigusamningi aðila var skráð það frávik undir liðnum rekstrarkostnaður að leigjandi skyldi greiða hússjóð og rafmagn. Kærunefndin taldi þetta samningsákvæði ekki svo skýrt að í því gæti falist að aðilar hefðu samið um frávik frá reglum húsaleigulaga um viðhalds- og rekstrarkostnað, og því bæri að miða við reglur laganna. Leigjanda bar því að greiða í hússjóð vegna ræstingar á sameign, rafmagns og hita vegna sameignar, garðsláttar á lóð og kostnað vegna síma í lyftu í sameign, enda þótti kærunefndinni ljóst að kostnaður vegna símans væri rekstrarkostnaður en ekki viðhaldskostnaður þó svo að orðið viðhald hafi komið fyrir á greiðsluseðli. Leigusala bar hins vegar að greiða kostnað vegna reksturs húsfélags, viðhalds utanhúss og á lyftu, enda þótti leigusali ekki hafa sýnt fram á að kostnaður vegna lyftu væri rekstrarkostnaður en ekki viðhaldskostnaður.

Mál 11/2011