Mál 12/2009

Tag: : 

Ár álits: 

2009

Númer álits: 

12

Um var að ræða tímabundinn leigusamning frá 1. mars 2009 til 1. mars 2010. Þegar leigjandinn kom heim frá útlöndum í júlí 2009 var svo búið að leigja íbúðina öðru fólki, skipta um læsingu á íbúðinni og fjarlægja búslóð leigjandans. Ástæðan að sögn leigusala var sú að leigjandinn hafði verið með ólæti í íbúðinni og lægju fyrir lögregluskýrslur vegna þess, þá hefði leigjandi vanrækt að afhenda tryggingarvíxil og á grundvelli þess hefði orðið að samkomulagi að hann yfirgæfi íbúðina 1. júlí.  Leigjandinn kannaðist hins vegar ekki við slíkt samkomulag og taldi sig þegar hafa afhent víxilinn. Þá hafi hann aldrei á leigutímanum fengið neinar kvartanir vegna ónæðis. Nefndin taldi ekki sannað að leigjandi hefði vanrækt að leggja fram tryggingarvíxil. Þá væri ekki sýnt fram á að leigusali hefði áminnt leigjanda vegna umgengni hans. Því gæti leigusali ekki byggt riftun á þessum atriðum.  Það var því niðurstaða nefndarinnar að rýming leigusala á íbúðinni hefði verið óheimil og að hann hefði bakað sér bótaábyrgð gagnvart leigjandanum.

Mál 12/2009