Mál 13/2008

Tag: : 

Ár álits: 

2008

Númer álits: 

13

Um var að ræða tímabundinn leigusamning til tveggja ára. Við upphaf leigutíma greiddu leigjendur fyrirframgreiðslu fyrir einn mánuð, en einnig áttu þau að leggja fram bankaábyrgð fyrir tveggja mánaða leigu. Leigjendur voru hins vegar aðeins í tvo mánuði í húsnæðinu þar sem þau höfðu lent í fjárhagskröggum og því þyrfti annað hvort að lækka leiguna eða þau flyttu í annað húsnæði. Leigusali hafnaði að lækka leiguna og hafnaði því að endurgreiða fyrirframgreiðslu þar sem samningnum hafði ekki verið sagt upp löglega og leigusali hafði orðið fyrir tjóni vegna vanefnda leigjenda þar sem hann gat ekki leigt húsnæðið út fyrir sömu upphæð. Leigjendur kröfðust einnig greiðslu frá leigusala sem svaraði til húsaleigubóta sem þau urðu af þar sem leigusamningnum var ekki þinglýst. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að leigusali þyrfti ekki að endurgreiða fyrirframgreiðsluna þar sem hann hefði orðið fyrir tjóni vegna vanefnda leigjenda, þar sem samningnum var ekki sagt upp á löglegan hátt. Einnig hafnaði kærunefndin kröfu um greiðslu sem svaraði til húsaleigubóta þar sem leigjendur höfðu ekki útvegað bankaábyrgð eins og áskilið var í samningi aðila og því ekki við leigusala að sakast að samningnum hafi ekki verið þinglýst.

Mál 13/2008