Mál 13/2009

Tag: : 

Ár álits: 

2009

Númer álits: 

13

Leigusali hélt eftir ákveðnum hluta tryggingarfjár vegna kostnaðar við að gera við veggi íbúðarinnar eftir að leigutíma lauk, en veggir hafi verið óhreinir auk þess sem mikið hafi verið um naglagöt og skrúfur hafi verið boraðar í veggi. Leigjandinn neitaði því hins vegar að bera ábyrgð á skemmdunum, en þær hefðu verið til staðar þegar hann tók við eigninni. Þar sem úttekt á húsnæðinu hafði aðeins farið fram við lok leigutíma en ekki upphaf hans taldi nefndin ósannað að leigutaki hefði valdið tjóninu. Var leigusala því gert að skila öllu tryggingarfénu.

Mál 13/2009