Mál 14/2013

Tag: : 

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

14

Leigjandi leitaði til nefndarinnar vegna ágreinings um tryggingarfé. Hann hafði haft íbúðina á leigu í sextán mánuði en við lok leigutíma tók leigjandinn kostnað við málun íbúðarinnar, þrif og leigu vegna fjögurra daga sem það tók að mála íbúðina. Leigjandinn mótmælti því að þurfa að greiða kostnað vegna þessara atriða, en íbúðin hefði ekki verið máluð árum saman. Leigusali vísaði hins vegar í ákvæði leigusamningsins um að leigjandi skyldi greiða fyrir heilmálun á íbúðinni við lok leigutíma, alþrif, bónhreinsun og bónun gólfa auk hluta úttektarkostnaðar. Enn fremur bæri leigjanda að greiða leigu vegna þess tíma sem tæki að standsetja íbúðina. Nefndin rakti ákvæði húsaleigulaga um að leigusali skyldi sjá um að halda leiguíbúð í leiguhæfu ástandi, m.a. með því að mála með hæfilegu millibili. Þó væri heimilt að semja um að leigjandi skyldi taka að sér aukið viðhald en þá ætti leigan líka að lækka á móti. Í samningi aðila kæmi hins vegar ekkert fram um að leigjandi ætti að fá afslátt af leigunni gegn því að sjá um málun íbúðarinnar. Taldi nefndin því að leigusala hefði verið óheimilt að nota tryggingarféð til að greiða fyrir málun, þrif á íbúð og leigu fyrir þann tíma sem tók að mála og þrífa eignina.

Mál 14/2013