Mál 15/2012

Tag: : 

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

15

Aðilar höfðu gert með sér eins árs leigusamning en eftir fimm mánaða leigutíma sömdu þeir um uppsögn samningsins. Mánuði eftir að leigjandi flutti út var svo gerð úttekt á húsnæðinu og í kjölfar þeirrar úttektar gerði leigusali kröfu um bætur að upphæð 296.826 kr., sem hann hugðist taka af tryggingarfénu. Leigjandinn mótmælti því, sagðist m.a. ekki hafa fengið matsskýrsluna í hendur nægilega snemma til að mótmæla henni, að skemmdir á íbúðinni væru ekki á hans ábyrgð heldur afleiðing venjulegrar notkunar eða þess að leigusali hafi ekki sinnt viðhaldsskyldum sínum. Hann sagði að mörg þau atriði sem talin voru upp í skýrslunni hefðu verið til staðar við upphaf leigutíma og því ekki á hans ábyrgð, auk þess sem ekki væri hægt að gagnrýna þrifin, og það að ryk hefði myndast, þar sem úttektin var gerð mánuði eftir að skil íbúðarinnar fóru fram. Nefndin taldi framlögð gögn ekki taka af vafa um það hvort um skemmdir hefði verið að ræða eða eðlilegt slit á íbúðinni. Var það því álit nefndarinnar að leigusali mætti ekki halda tryggingarfénu eftir og var honum gert að endurgreiða leigjanda það. 

Mál 15/2012