Mál 16/2007

Tag: : 

Ár álits: 

2007

Númer álits: 

16

Um var að ræða tímabundinn leigusamning til eins árs og greiddu leigjendur tryggingarfé að upphæð 50.000 kr. við undirritun leigusamnings. Tryggingin var hins vegar ekki endurgreidd þegar leigjendur fluttu úr húsnæðinu.  Leigusali hélt því fram að leigjendur skulduðu honum 71.400 kr. eða sem svaraði 7.140 kr. á mánuði í tíu mánuði, að því er virðist vegna rafmagnsnotkunar. Leigjendur mótmæltu þeirri kröfu enda hefði ekki verið samið um slíkar greiðslur, og rafmagn til einkanota hafi þeir greitt sérstaklega. Nefndin taldi að leigusala bæri að endurgreiða tryggingarféð, enda hefði leigusali ekki sýnt fram á að leigutakar skulduðu honum neitt.

Mál 16/2007