Mál 16/2009

Tag: : 

Ár álits: 

2009

Númer álits: 

16

Gerður var tímabundinn leigusamningur til tveggja ára. Vegna breytinga á högum leigjenda sömdu leigjendur og leigusali um riftun á leigusamningnum gegn því að nýr leigutaki fyndist. Leigumiðlari hafði milligöngu um að finna nýja leigutaka en hann greindi leigusala ekki frá vanskilum og dómi fyrir þjófnað sem nýr leigutaki hafði hlotið. Kærunefndin taldi að leigjendum hafi mátt vera ljóst að riftun á samningi aðila væri bundin því skilyrði að nýir leigutakar myndu finnast sem uppfylltu lágmarks skilyrði um áreiðanleika. Þeir leigutakar sem leigumiðlari hafði fundið uppfylltu þau skilyrði hins vegar ekki og því ekki gerður leigusamningur við þá. Kærunefndin taldi því að ekki hefði komist á samkomulag um að leigusamningurinn félli niður en þar sem ekki hafði farið fram úttekt á leiguhúsnæðinu í upphafi leigutímans taldi kærunefndin ekki sannað að skemmdir á húsnæðinu væru af völdum leigjenda og var kröfu leigusala um bætur vegna skemmdanna hafnað.

Mál 16/2009