Mál 17/2007

Tag: : 

Ár álits: 

2007

Númer álits: 

17

Um var að ræða tímabundinn samning til eins árs, frá 1. maí 2007. Leigjendur fluttu hins vegar úr eigninni um miðjan ágúst en aðilar voru ekki sammála um hvort það hefði verið samkvæmt samkomulagi, þannig héldu leigjendur því fram að samkomulag hefði verið um að þeir rýmdu eignina og samningnum lyki á þeim tíma en leigusali hélt því hins vegar fram að hann hefði samþykkt uppsögn með þriggja mánaða fresti frá 1. september. Nefndin taldi ekki sannað að samþykki leigusala hefði gengið lengra en hann viðurkenndi í málinu og því væru leigjendur bundnir af samningnum til loka nóvembermánaðar. Væri leigusala því heimilt að ráðstafa tryggingarfénu upp í leigugreiðslur til þess tíma, að frádregnum þeim leigutekjum sem hann hefði haft af eigninni á því tímabili. Þá gerðu leigjendur í málflutningi sínum ýmsar athugasemdir við ástand eignarinnar en ekki var sýnt fram á að slíkar kvartanir hefðu áður verið settar fram. Var því við úrlausn nefndarinnar ekki byggt á því að ágallar hefðu verið á húsnæðinu.

Mál 17/2007