Mál 17/2009

Tag: : 

Ár álits: 

2009

Númer álits: 

17

Eftir að skil á húsnæði fóru fram krafðist leigusali þess að leigjandi greiddi fyrir málun íbúðarinnar, en óhjákvæmilegt væri að mála hana alla þar sem leigjandi hefði blettamálað í öðrum lit en var fyrir. Leigjandinn hélt því hins vegar fram að íbúðin hefði ekki verið nýmáluð þegar hann tók við henni heldur hefðu allir veggir verið óhreinir og hann því þurft að bletta á þeim stöðum þar sem óhreinindi náðust ekki af með þrifum. Þar sem hvorki lá fyrir formleg úttekt á íbúðinni við upphaf né lok leigutíma taldi nefndin ekki sannað að leigjandinn hefði skilað íbúðinni í verra ástandi en hann tók við henni. Var því niðurstaða nefndarinnar sú að honum bæri ekki að greiða kostnað vegna málunar.

Mál 17/2009