Mál 18/2009

Tag: : 

Ár álits: 

2009

Númer álits: 

18

Gerður var ótímabundinn samningur sem gilti frá 1. júní 2007. Leigjandi óskaði svo eftir því að leigutíma lyki í lok janúar 2009 eða desember 2008 þar sem hann hafði fundið hentugri íbúð. Leigusali féllst á það, þrátt fyrir lögbundinn sex mánaða uppsagnarfrest, og greiddi leigjandi leigu til loka janúarmánaðar. Síðar krafði leigusali leigjandann hins vegar um greiðslu vegna febrúarmánaðar, og auk þess kostnað vegna þrifa á íbúðinni, en íbúðin hafi verið illa þrifin, myglugró í gluggum og málning illa farin. Nefndin leit til þess að verulegur ágreiningur var um staðreyndir í málinu, og þar sem úttekt hefði ekki farið fram við upphaf leigutímans væri ekki sannað að leigjandi hefði valdið tjóni á íbúðinni. Það var því niðurstaða nefndarinnar að leigusala bæri að skila tryggingarvíxlinum enda bæri leigjandi ekki bótaábyrgð vegna skila á húsnæðinu.

Mál 18/2009