Mál 18/2010

Tag: : 

Ár álits: 

2010

Númer álits: 

18

Vatnstjón varð í leiguíbúð og í kjölfarið þurfti að dæla út vatni, þurrka íbúðina, skipta um gólfefni o.s.frv. Á grundvelli þessa kröfðust leigjendur 200.000 kr. í bætur vegna skertra afnota og þrifa. Jafnframt héldu leigjendur því fram að frystikista þeirra hefði skemmst en engin gögn voru lögð fram því til stuðnings og var sú krafa því ekki tekin til greina af nefndinni. Í málinu lá fyrir álit byggingarfulltrúa sem taldi endurgreiðslu þriggja vikna leigu, eða 33.615 kr. hæfilegar bætur, en það var sama upphæð og leigusali hafði boðið. Á grundvelli þessa hafnaði nefndin kröfu leigjenda um 200.000 kr. bætur enda taldi nefndin 33.615 kr. hæfilegar bætur vegna skertra afnota og þrifa.

Mál 18/2010