Mál 18/2012

Tag: : 

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

18

Ágreiningur var um hvort leigjanda hefði verið heimilt að rifta leigusamningi og eins um það hvort hann ætti rétt á að fá tryggingarfé endurgreitt. Atvik voru þau að vatnsrör sprakk um miðjan janúar 2011 og hinn 7. febrúar lýsti leigjandinn yfir riftun, en meðal gagna í málinu var yfirlýsing frá tryggingafélagi þar sem kom fram að vegna tjónsins hefði íbúðin verið óíbúðarhæf í febrúar, mars og apríl. Leigusali hélt því hins vegar fram að hægt hefði verið að búa í húsinu eftir að það hefði verið þurrkað og því væru skilyrði riftunar ekki fyrir hendi.  Nefndin taldi ljóst að húsnæðið hafi verið óíbúðarhæft frá því tjónið varð og því hefði leigjandinn átt rétt á að rifta samningnum. Jafnframt hafi leigjanda ekki verið skylt að borga leigu frá þeim degi sem tjónið varð. Var leigusala því gert að endurgreiða tryggingarféð með verðbótum.

Mál 18/2012