Mál 19/2007

Tag: : 

Ár álits: 

2007

Númer álits: 

19

Gerður var tímabundinn samningur en leigjandi flutti úr húsnæðinu fyrir lok leigutímans og hélt því fram að komist hefði á samkomulag milli aðila um lok leigutímans. Gegn neitun leigusala taldi kærunefndin samkomulag ekki hafa komist á því þurfti leigusali ekki að skila tryggingafé heldur gat það runnið upp í leigu í uppsagnarfresti. Leigjandi gerði kröfu um endurgreiðslu á hitunarkostnaði sem hafði aukist vegna þess að viðgerð á hitunarkerfi hússins dróst. Leigjandi hafði ekki kvartað skriflega eins og húsaleigulög gera ráð fyrir og því hafnaði kærunefndin kröfu hans. Einnig hafnaði kærunefndin kröfu leigjanda um bætur vegna óþæginda og skertra nota húsnæðisins vegna framkvæmda utanhúss, en leigjandi hafði ekki kvartað skriflega við leigusala sem hélt því fram að leigjandi hefði verið upplýstur um framkvæmdirnar.

Mál 19/2007