Mál 21/2007

Tag: : 

Ár álits: 

2007

Númer álits: 

21

Um var að ræða leigu á kjallaraíbúð, en eftir að leigjendur höfðu búið í húsnæðinu í nokkurn tíma hófust framkvæmdir á efri hæðum hússins. Leigjendur sögðust hafa orðið fyrir miklu ónæði vegna þessa, oft hafi verið sjónvarpssambandslaust og þá hafi leki í íbúð vegna framkvæmdanna valdið skemmdum á eigum leigjenda. Að sögn leigjendanna hafi leigusali svo ekki brugðist við kvörtunum þeirra vegna þessa.  Nefndin féllst á að leigusali bæri bótaábyrgð á tjóni leigjenda vegna þessa, hins vegar treysti nefndin sér ekki til að ákvarða bótafjárhæð heldur þyrftu aðilar annað hvort að komast að samkomulagi um hana eða afla matsgerðar eða annarrar sönnunar um tjónið.

Mál 21/2007