Mál 22/2010

Tag: : 

Ár álits: 

2010

Númer álits: 

22

Um var að ræða tímabundinn leigusamning frá 13. september 2010 til 15. maí 2011. Leigjendur fóru fram á afslátt af leigugreiðslum vegna óþæginda sem þeir urðu fyrir vegna framkvæmda á húseigninni, en framkvæmdir hófust 6. desember 2010. Um var að ræða fleygun á klöpp (verið að grafa fyrir kjallara í húsinu) en talsverður ágreiningur var milli leigjenda og leigusala um umfang hávaða og ónæðis sem af þessu hlaust. Í málinu lá hins vegar fyrir að fleygunin hafi staðið í 25 daga á tímabilinu 6. desember 2010 til 17. janúar 2011 og hafi vinnuvél verið í gangi í 150 tíma á því tímabili. Kærunefndin taldi því ljóst að mikið ónæði hefði fylgt framkvæmdunum og ættu leigjendur því rétt á afslætti. Á grundvelli þessa var það mat nefndarinnar að leigjendur ættu rétt á 20% afslætti af leigugreiðslum vegna tímabilsins 6. desember 2010 til 17. janúar 2011.

Mál 22/2010