Mál 23/2007

Tag: : 

Ár álits: 

2007

Númer álits: 

23

Samið var um að leiga skyldi vera vísitölubundin en samkvæmt gögnum málsins hafði leigusali gert mistök við uppreikning á leiguverði með tilliti til vísitölu. Þá hafði verið samið um að kostnaður vegna hita og rafmagns skyldi vera 6.000 kr. á mánuði en leigusali hafði einnig uppreiknað þann kostnað með tilliti til hækkunar neysluvísitölu. Nefndin leit svo á að þar sem samið hefði verið um 6.000 kr. fasta greiðslu vegna þessa væri ekki heimilt að reikna hana upp með þessum hætti, enda ekki samið um vísitölubindingu þessa liðar. Var leigusala því gert að endurgreiða leigjanda það sem ofgreitt hafði verið samkvæmt þessu.

Mál 23/2007