Mál 25/2012

Tag: : 

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

25

Leigjandi leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigusala yrði gert að endurgreiða honum tryggingarfé að upphæð 50.000 kr. Aðila greindi verulega á um staðreyndir en hvorki hafði verið gerð úttekt á húsnæðinu við upphaf né lok leigutíma. Leigusali taldi sér rétt að halda eftir tryggingarfénu þar sem þrif hefðu verið ófullnægjandi auk þess sem slæm umgengni og hirðuleysi leigjanda hefðu leitt til skemmda á íbúðinni. Leigjandinn vildi hins vegar meina að þrif hefðu verið með umsömdum hætti og að viðhaldi af hálfu leigusala hefði verið ábótavant. Ekki reyndi þó mikið á mat á atvikum fyrir nefndinni. Þar sem leigusali hafði ekki gert kröfu í tryggingarféð innan tveggja mánaða frá skilum húsnæðisins var honum gert að skila því, en samkvæmt húsaleigulögum er leigusala aldrei heimilt að halda tryggingarfé lengur en í tvö mánuði frá skilum án þess að gera sérstaka kröfu til fjárins.

Mál 25/2012