Mál 29/2011

Tag: : 

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

29

Leigjendur leituðu til nefndarinnar með þá kröfu að þeim yrði endurgreitt tryggingarfé sem þeir höfðu greitt við upphaf leigutímans. Um tímabundinn leigusamning var að ræða en leigjendur fluttu út þegar þrír mánuðir voru eftir af leigutímanum. Höfðu þeir áður sagt upp leigunni með eins mánaðar fyrirvara, og töldu sér heimilt að gera slíkt þar sem í samningi aðila var að finna sérákvæði þar sem kveðið var á um að brot á samningi jafngilti uppsögn og að uppsagnarfrestur væri þá einn mánuður. Leigjendurnir vildu jafnframt meina að leigusali hefði samþykkt uppsögnina en síðan dregið samþykki sitt til baka. Kærunefndin rakti að þegar sett væri í tímabundna samninga að heimilt væri að segja þeim upp með vísan til sérstakra forsendna skyldi uppsagnarfrestur vera þrír mánuðir. Þá lá fyrir í málinu að leigusalinn hafði sent lögmanni leigjendanna bréf mánuði eftir að þeir fluttu út þar sem raktar voru athugasemdir leigusala við uppsögnina. Það var því álit kærunefndarinnar að um ólögmæta uppsögn hefði verið að ræða og að í slíkum tilvikum bæri leigjendum að greiða leigu út samningstímann. Á hinn bóginn ætti leigusali einnig að takmarka tjón sitt með því að leigja íbúðina út að nýju. Þar sem engin gögn lægju fyrir um það hvert tjón leigusala hefði verið gæti nefndin hins vegar ekki lagt mat á það og var málinu því vísað frá nefndinni.

Mál 29/2011