Mál 35/2012

Tag: : 

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

35

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þeir sömdu svo um að leigjandinn mundi fara úr íbúðinni eftir tveggja mánaða uppsagnarfrest. Deilur aðila snerust um það að leigusali neitaði að endurgreiða tryggingarféð eftir að leigjandi var fluttur út. Leigusali taldi sig eiga rétt á tryggingarfénu þar sem umtalsvert tjón hefði orðið á íbúðinni vegna innbrots meðan leigjandinn bjó þar og eins hefði íbúðin ekki verið þrifin. Leigjandinn taldi hins vegar að hann gæti ekki borið ábyrgð á skemmdunum, enda væru þær ekki af hans völdum. Kærunefndin leit sérstaklega til þess að engin úttekt hefði verið gerð á eigninni við upphaf eða lok leigutíma, og þar af leiðandi væri ekki sýnt fram á, gegn neitun leigjandans, að hann hefði valdið tjóni á eigninni. Var leigusalanum því gert að endurgreiða tryggingarféð með verðbótum.

Mál 35/2012