Mál 36/2012

Tag: : 

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

36

Aðilar deildu um endurgreiðslu tryggingarfjár að upphæð 140.000 kr. Leigusamningurinn hafði verið ótímabundinn frá 1. ágúst 2011, og jafnframt kom fram í samningi að leigan skyldi haldast óbreytt út leigutímann. Í mars 2012 fékk leigjandinn þó tilkynningu um að leigan mundi hækka 1. ágúst. Í kjölfarið sömdu aðilar um að leigusamningnum yrði slitið en deilt var um hvort samið hefði verið að leigunni lyki í lok júní eða júlí. Leigjandinn skilaði eigninni af sér í júnímánuði og krafðist í kjölfarið endurgreiðslu tryggingarfjárins. Nefndin leit svo á að ekki væri sýnt fram á að aðilar hefðu samið um leigulok fyrr en í lok júlí og var niðurstaðan því sú að leigusala væri heimilt að nýta tryggingarféð til greiðslu leigu fyrir júlímánuð.

Mál 36/2012