Mál 36/2013

Tag: : 

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

36

Leigjandi leitaði til nefndarinnar eftir lok leigusamnings og krafðist þess að leigusali endurgreiddi fyrirframgreidda leigu og tryggingarfé, en leigusali hafði krafið hann um bætur vegna þrifa, hillna í ísskáp, eldavélar og viftu, samtals að upphæð 98.700 kr. Leigjandi neitaði því hins vegar að hafa valdið neinu tjóni og ástand ísskáps, eldavélar og viftu hefði verið slæmt þegar hann tók við íbúðinni. Jafnframt hafi íbúðin verið skítug og í slæmu ástandi við upphaf leigutímans.Raunar deildu aðilar um ýmislegt fleira fyrir nefndinni, en þau atriði virðast ekki beint hafa varðað kröfu leigjanda um endurgreiðslu og tók nefndin ekki á þeim sérstaklega.  Þar sem leigusala hafði, að mati nefndarinnar,ekki tekist að sýna fram á slæmt ástand íbúðarinnar við skil hennar var það álit nefndarinnar að hann ætti að endurgreiða tryggingarfé og fyrirframgreidda leigu. 

 Mál 36/2013