Mál 38/2011

Tag: : 

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

38

Leigutaki hafði verið með íbúð á leigu frá árinu 2000. Í leigusamningi var ekki tekið fram að leigan skyldi breytast með einhverjum hætti á samningstímanum. Árið 2005 hóf leigusali þó að tengja leiguverðið við þróun vísitölu, þannig að leigan fór stighækkandi. Tenging við vísitölu hélst svo uns leigusamningur aðila féll úr gildi vorið 2011. Leigjandinn kvartaði við nefndina og taldi að leigusala hefði verið óheimilt að hækka leiguna á þennan hátt og krafðist því endurgreiðslu ofgreiddrar leigu. Kærunefndin tók fram að óheimilt væri að hækka fjárhæð húsaleigu einhliða auk þess sem í samningi aðila hefði ekki verið tekið fram að leigufjárhæð skyldi breytast með einhverjum hætti á leigutímanum. Var það þó álit kærunefndarinnar að þar sem leigutaki hafði greitt uppsetta leigu í sex ár án athugasemda hefði hann glatað rétti sínum vegna tómlætis og var kröfum hans því hafnað.

Mál 38/2011