Mál 39/2013

Tag: : 

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

39

Leigjandi leitaði til nefndarinnar því hann taldi að leigusala hefði verið óheimilt að ganga að bankaábyrgð. Við skil íbúðarinnar gerði leigusali athugasemdir við ýmis atriði, eins og að parket hefði skemmst, hillur vantaði í skápa, gardínur væru ónýtar og að gera þyrfti við flísar og skrautlista á baðherbergi og gerði í kjölfarið kröfu í bankaábyrgð leigjandans vegna þessara skemmda. Leigjandinn féllst á að hafa veldið hluta þessara skemmda en hafnaði öðrum kröfum.  Þá gerði leigjandinn einnig athugasemdir við verklag bankans sem hefði ekki veitt honum andmælarétt vegna kröfuleigusalans en nefndin taldi það utan við sitt svið að taka verklag banka til skoðunar. Niðurstaða nefndarinnar var sú að leigusala hefði verið heimilt að fá greiddan kostnað úr bankaábyrgð vegna þeirra hluta sem leigjandi hefði viðurkennt að hafa skemmt. Hins vegar, og þar sem engin úttekt hefði farið fram á eigninni við upphaf leigutíma, var kröfu leigusala, um bætur vegna þeirra þátta sem leigjandi neitaði að eiga sök á, hafnað. 

Mál 39/2013