Mál 40/2012

Tag: : 

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

40

Leigjandi leitaði til nefndarinnar og vildi að nefndin gæfi álit sitt á því hvort honum hefði verið heimilt að rifta ótímabundnum leigusamningi. Einnig fór leigjandinn fram á afslátt af leigugreiðslum og endurgreiðslu tryggingafjár. Atvik voru að sögn leigjanda (leigusali svaraði engu fyrir nefndinni) þau að stuttu eftir að flutt var inn í íbúðina varð vart við leka, sem svo ágerðist uns hann varð svo mikill að hafa þurfti ílát út um öll gólf til að taka við vatninu. Rakaskemmdir hafi verið í öllum loftum, innbú legið undir skemmdum og einnig hafi bitar hrunið úr loftinu. Máli sínu til stuðnings lagði leigjandinn fram myndir sem sýndu ástand íbúðarinnar. Í málinu lá einnig fyrir úttekt byggingarfulltrúa um að íbúðin væri vart íbúðarhæf. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir til leigusala fór enginn viðgerð fram og því rifti leigjandinn samningnum í maí 2012, en áður hafði hann reynt að semja við leigusala um uppsögn hans. Á grundvelli alls þessa var það mat nefndarinnar að riftun hefði verið heimil. Jafnframt var það álit nefndarinnar að leigjandinn ætti rétt á afslætti sem næmi tveggja mánaða leigu og endurgreiðslu tryggingarfjár. Hins vegar var kröfu leigjandans um skaðabætur hafnað þar sem engin gögn studdu hana. 

Mál 40/2012