Mál 41/2013

Tag: : 

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

41

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning frá 1. janúar til 1. júní, en virðast þó hafa samið um að samningnum lyki 1. maí. Íbúðinni var þó ekki skilað fyrr en 4. maí. Leigusali leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að fá að halda eftir tryggingarfé og eins þess að leigjanda yrði gert að greiða leigu fyrir dagana 1. – 4. maí. Þar sem ekki var ágreiningur um að íbúðinni hafi verið skilað 4. maí féllst nefndin á að leigusali mætti taka af tryggingarfénu sem næmi fjögurra daga leigu. Að auki krafðist leigusali bóta vegna þrifa á íbúðinni, kostnaðar við að farga sorpi frá leigjanda, skemmda á eldhúsvegg og skemmda á rafmagnstengli. Leigjandinn féllst á að hafa valdið skemmdum á veggnum og tenglinum en taldi áætlaðan viðgerðarkostnað leigusala vegna þess of háan. Leigjandinn taldi sig hins vegar hafa þrifið íbúðina. Kærunefndin leit til þess annars vegar að án samþykkis leigjanda mætti ekki, nema dómur gengi um bótaskylduna, ráðstafa tryggingarfé upp í kostnað vegna þrifa og skemmda. Hins vegar leit nefndin til þess að jafnvel þó leigjandi féllist á að hafa valdið ákveðnum skemmdum væri ágreiningur um fjárhæð tjónsins og hefði því byggingarfulltrúi átt að meta það. Var því kröfum leigusala vegna þessara þátta hafnað. 

Mál 41/2013