Mál 43/2012

Tag: : 

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

43

Leigjandi fór fram á afslátt á leiguverði vegna bilunar í gólfhitakerfi en kerfið hafði verið bilað í þrjá mánuði og leiddi til þess að lítið var hægt að nýta stofuna í íbúðinni. Kærunefnd taldi sér ekki fært að meta hversu skert afnot leigjandans af íbúðinni hefðu verið vegna bilunarinnar. Enda hefði leigjandinn þurft að leita til byggingafulltrúa til að meta lækkun leigu. Var kröfu leigjandans um afslátt því hafnað.

Mál 43/2012