Mál 43/2013

Tag: : 

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

43

Leigjendur leituðu til nefndarinnar og kröfðust endurgreiðslu tryggingarfjár að upphæð 540.000 kr. auk verðbóta og vaxta. Leigusali neitaði hins vegar að afhenda féð þar sem ofn hefði verið skítugur og rakaskemmdir hefðu orðið í þvottahúsi.  Leigjendurnir sögðu hins vegar ofninn hafa verið hreinan og að rakaskemmdirnar hefðu komið til í tíð fyrri leigjenda. Nefndin leit til þess að ekki yrði séð að leigjendur hefðu samþykkt að ráðstafa mætti tryggingarfénu vegna þessara þátta og því mætti leigusali ekki ráðstafa því nema dómur gengi um bótaskyldu leigjendanna. Nefndin tók jafnframt fram að tryggingarfé ætti að vera verðtryggt en ekki bera vexti. Var því leigusala gert að endurgreiða tryggingarféð með verðbótum. 

Mál 43/2013