Mál 45/2011

Tag: : 

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

45

Leigjandi krafðist þess að fá endurgreitt það sem hann hafði greitt í leigu, en hann taldi eignina hafa verið óíbúðarhæfa frá upphafi. Atvik voru með þeim hætti að leigjandinn tók íbúðina á leigu frá 15. júní 2012 en var erlendis og flutti því ekki inn fyrr en 21. júlí. Íbúðin hafi verið í óásættanlegu ástandi og raunar hafi komið í ljós að hún var aðeins skráð fokheld og því ekki búið að gera öryggisúttekt, en ólöglegt er að taka íbúðir í notkun nema slík úttekt hafi farið fram. Fljótlega eftir að hafa flutt inn kvartaði leigutaki skriflega yfir ástandi eignarinnar og aðilar sömdu um að slíta samningnum stuttu síðar. Þá hafði leigutakinn greitt leigu fyrir einn og hálfan mánuð og krafðist þess að fá þá upphæð endurgreidda. Kærunefndin féllst á þá kröfu, en hafnaði kröfu um málskostnað þar sem nefndin hefði ekki heimild til að úrskurða um slíkt.

Mál 45/2011