Mál 45/2012

Tag: : 

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

45

Leigjandi krafðist þess fyrir nefndinni að fá endurgreidda fyrirframgreiðslu sem svaraði til tveggja mánaða húsaleigu. Atvik voru þau að 26. apríl höfðu aðilar gert leigusamning sem tók gildi 1. maí. Hinn 25. maí rifti leigusalinn svo samningnum þar sem leiga hafði ekki verið greidd og tekið var fram að greiðsluáskorun hafi verið send 1. apríl. Þar sem greiðsluáskorun (sem raunar var ekki lögð fram í málinu en vísað var til hennar í riftunarbréfi leigusala) var send áður en leigutími hófst taldi nefndin að ekki hefði verið um löglega riftun að ræða. Þar sem leigjandinn skilaði þó ekki lyklum að íbúðinni fyrr en 9. júlí taldi nefndin að hann ætti að greiða leigu vegna maí, apríl og níu daga í júlí. 

Mál 45/2012