Mál 48/2012

Tag: : 

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

48

Leigjandi rifti samningi eftir að hafa fengið vottorð heilbrigðiseftirlitsins um að húsnæðið væri óíbúðarhæft, en raki var í eigninni. Leigusali mótmælti riftuninni en sagðist eiga kröfu á leigjandann vegna lélegrar umgengni og þess að íbúðinni hefði verið skilað í slæmu ásigkomulagi. Það var álit nefndarinnar að leigjandanum hefði verið heimilt að rifta samningnum á grundvelli vottorðsins. Jafnframt bæri leigusala að endurgreiða tryggingarféð enda hafði hann ekki lagt fram kröfu vegna þess innan tveggja mánaða frá skilum húsnæðisins. Þannig þurfti í raun ekki að taka afstöðu til ásakana leigusala um lélega umgengni og slæmt ástand eignarinnar við lok leigutíma.

Mál 48/2012